Haukamýri er umhverfisvænt landeldi með alþjóðlega gæðavottun. Við sérhæfum okkur í bleikjueldi frá klaki til fullunnar vöru og notumst einungis við hágæða fóður.
Slátrun og pökkun fer fram daglega þar sem hitastigi bleikjunnar er haldið undir 2° til að tryggja ferskleika. Okkar markmið er að framleiða hágæða bleikju á góðu verði.
Flökin eru af 1. flokki, beinhreinsuð, vakúmpökkuð og fryst. Pakkað er 1 kg af flökum saman í pakkningu.
Vinsamlegast hafið samband við okkur ef einhverjar spurningar eru.
Sími: 464-1480
fiskeldid(hjá)haukamyri.is