Skilmálar

Skilmálar við kaup á vörum frá Haukamýri

Allar vörur á síðunni sýna verð með vsk.

Afhendingarskilmálar

Afhendingartími er 1-5 virkir dagar.

Skilafrestur

Ekki er hægt að skila þeim vörum sem keyptar eru hjá okkur en ef einhverjar athugasemdir eru við vöru sem þú keyptir hjá okkur er best að hafa samband við okkur sem fyrst í gegnum síma 464-1480 eða í tölvupósti.

Ef svo ólíklega vill til að vara reynist gölluð er best að hafa samband við okkur sem fyrst og við útvegum nýja vöru eins fljótt og mögulegt er.

Fljótlegast er að hafa samband við okkur í síma 464-1480 eða með því að senda tölvupóst á fiskeldid@haukamyri.is

Endurgreiðslur
Vörur eru endurgreiddar með sama máta og upphaflega var greitt með. Endurgreiðslur eru framkvæmdar þegar skilavara hefur borist eða sannreynt er að varan reyndist gölluð.

Millifærslur og staðgreiðsla

Ef greitt er með millifærslu eða staðgreiðslu í peningum, þá millifærum við til baka eftir að hafa fengið upplýsingar um millifærslureikning. Sendu okkur tölvupóst með öllum upplýsingum og við afgreiðum millifærsluna í næsta virka dag.

Greiðslukort
Endurgreiðslur inn á greiðslukort eru framkvæmdar næsta virka dag. Ef um er að ræða debitkort, þá gæti þurft að millifæra í einstaka tilfellum. Við verðum þá í sambandi við þig til að fá viðeigandi upplýsingar.

Netgiro
Þegar Netgiro hefur verið notað til að greiða fyrir vörur, þá fellum við niður kröfuna eða lækkum, eftir því sem á við. Niðurfellingar er hægt að framkvæma hvenær sem er áður en krafa fellur á eindaga, en lækkanir er aðeins hægt að framkvæma á virkum dögum.

Vinsamlegast hafið samband síðasta virka dag fyrir eindaga svo það sé hægt að fella niður eða lækka kröfu án dráttarvaxta hjá Netgiro. Ef meira en 14 dagar eru liðnir frá því að þú pantaðir og þú hefur greitt kröfuna, þá endurgreiðum við þér með millifærslu.

Ef þú ert að skila vöru innan 14 daga frá pöntun, sem greidd var með Netgiro / Pei, þá er best að láta okkur vita í síðasta lagi kl. 14 síðasta virka dag fyrir eindaga svo það sé hægt að fella niður eða lækka kröfu án dráttarvaxta hjá Netgiro / Pei.

Athugið að Fiskeldið Haukamýri tekur ekki ábyrgð á dráttarvöxtum sem kunna að vera fallnar á kröfur frá þriðja aðila (t.d. Netgiro).

Öryggi og trúnaður
Okkur þykir vænt um viðskipti þín og vonum að þú komir aftur og aftur að versla hjá okkur. Allar upplýsingar sem verða til við það að panta hjá okkur vörur, eru þín eign og við gefum þær ekki upp undir neinum kringumstæðum, hvorki til þjónustuaðila okkar eða þriðja aðila.

Lög og varnarþing
Um öll viðskipti gilda íslensk lög, en þú ert ósátt við eitthvað í viðskiptum við okkur, upp kemur ágreiningur um eitthvað í okkar samskiptum eða ef einhver telur sig eiga kröfu á hendur netverslun Haukamýri á grundvelli þessa ákvæða og skilmála, þá viljum við að sjálfsögðu leysa málin. En ef allt fer á versta veg, þá er varnarþing félagsins við Héraðsdóm Norðurlands Eystra.