: Ferskvatnsbleikja

Haukamýra bleikja er alin í kristaltæru ferskvatni úr lindum Haukamýragils og Sprænugili. Bleikjan okkar er alin við bestu mögulegu aðstæður sem hámarka lífskilyrði og gæði vörunnar.

Fiskeldið Haukamýri hefur verið starfrækt yfir 20 ár og er því ein elsta fiskeldisstöð landsins. Framleiðsla hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár með gæði og stöðugleika að leiðarljósi.
  • Frosin vakúmpökkuð bleikja
  • Reykt bleikjuflök
  • Grafin bleikjuflök
  • Frosin útlitsgölluð bleikjuflök